Íslenska

Grímsstaðir á Fjöllum eru við krossgötur á hálendinu norðan Vatnajökuls, einungis 4 km frá þjóðvegi 1 við veg 864, Dettifossveg.

Fjallakyrrðin er allsráðandi og útsýni til allra átta um víðerni hálendisins þar sem drottning íslenskra fjalla, Herðubreið rís hátt yfir ríki sitt. Kjörið er fyrir ferðalanga að gista nokkrar nætur í faðmi fjallanna, njóta útiloftsins og kyrrðarinnar og heimsækja nokkrar af helstu náttúruperlum Norðausturlands sem eru innan seilingar.

  • Dettifoss 28 km
  • Mývatn 40 km
  • Ásbyrgi 56 km
  • Herðubreiðarlindir 60 km
  • Askja 100 km
  • Kverkfjöll 130 km

Í gömlu en notalegu íbúðarhúsi, „Afahúsi“, býðst svefnpokagisting fyrir 10 manns, með eldunaraðstöðu. Á heimili gestgjafa er boðin gisting í þremur tveggja manna herbergjum með uppbúnum rúmum, þar er einnig borinn fram kjarngóður morgunverður með heimabökuðu brauði og öðrum krásum úr eldhúsi húsfreyjunnar. Tjaldstæði er í fallegum hvammi við bæjarlækinn.

Húsráðendur veita fúslega ráð um skemmtilegar dagsferðir hvort sem menn kjósa að bregða undir sig vélknúnum ökutækjum, reiðhjólum eða tveimur jafnfljótum.

Þjónusta í boði: Svefnpokagisting með eldunaraðstöðu, heimagisting í uppbúnum rúmum, tjaldstæði, morgunverður, kvöldverður og nesti.

Gestgjafar:  Sigríður Hallgrímsdóttir og Bragi Benediktsson

Sími: 464 4292
grimsstadir-matarbordNetfang: grimsstadir@simnet.is

Verðskrá 2022:

  • Svefnpokapláss: kr. 7.000,- á mann.
  • Tjaldstæði: kr. 1000,- á mann.
  • Uppbúið tveggja manna herbergi með morgunverði: kr. 18.000,-

Staðsetning: Smellið hér til að sjá kort

Leave a Reply